Smáhýsi

Gestahús 14,9 fm

Smáhýsi til að hafa í garðinum eru ekki leyfisskyld skv. núgildandi byggingareglugerð en tilkynna þarf framkvæmdir til leyfisveitenda. 

Á lóð má byggja allt að 15 fm smáhýsi án þess að til þess þurfi sérstakt byggingaleyfi. 

Garðhýsi eða smáhýsi þurfa að öðru leyti að uppfylla nokkur skilyrði sem kveðið er á um í byggingareglugerðinni, en smáhýsi mega vera með öllum lögnum (hita, rafmagni og vatni) en ákvæði um þetta var breytt árið 2016. 

Smáhýsin hafa fengið ýmis hlutverk hjá nýjum eigendum, sem geymsluskúrar, krakkakofar, garðhús fyrir sláttuvélina og verkfæri, gestahús í ferðaþjónustu og frístundahús. 

Garðhýsi eða garðhús er algengast að gegna hlutverki geymslu fyrir grillið, hjólin, sláttuvélina og trampólínin en aðrir hafa farið þá leið að bæta við sauna húsi í garðinn. 

Auk smáhýsanna reisum við sumarbústaði í ýmsum stærðum, minni sumarbústaðir hafa verið nýttir sem útleigueining í ferðaþjónustu og allt upp í fullbúin timburhús.

Smáhýsi í boði eru: